Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Góð mæting á herrakvöld Víðis.

Góð mæting var á herrakvöld Víðis s.l. föstudag þar sem Víðismenn stilltu strengina fyrir komandi átök í fótboltanum í sumar. Bjarni töframaður fór hamförum í gríninu og hélt kvöldinu gangandi með frábærri veislustjórn, söng og hinum ýmsu uppátækjum. Eftir glæsilegan kvöldverð sem stjórn deildarinnar stóð ásamt Ása á Tveimur vitum, tók Gísli Eyjólfsson þjálfari við og kynnti leikmannahóp sem samanstendur núna af ungum upprennandi Víðismönnum. Meðalaldur hópsins er tuttugu og tvö ár, og það jafnvel meðtöldum öðrum þjálfara liðsins Ólafi Ívari, en kappinn leiðir hópinn þrjátíu og sjö ára gamall.
Fram kom í máli Gísla fjörutíu og einn leikmaður hafi tekið þátt í undirbúningstímabilinu og þó hópur sumarsins verði ekki alveg svo stór þá er ljóst hörð barátta verður um stöður á vellinum.

Fyrsti leikur liðsins verður þann 8.maí kl.19:00 í undankeppni bikarkeppninnar gegn liði Árborgar og fer leikurinn fram á Selfossvelli.

Stjórn deildarinnar vill þakka öllum sem mættu á herrakvöldið og vonast til sjá sem flesta á vellinum í sumar.

Áfram Víðir !