Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Góður sigur í gær.

Víðismenn unnu góðan sigur í gærkvöldi þegar nágrannarnir úr Vogum mætti hingað í Garðinn.
Þróttarar byrjuðu mun betur og var leikur okkar manna heilt yfir ekki góður og eiginlega það slakasta sem við höfum séð í sumar hér heima í Garðinum. En þvi er ekki spurt, heldur bara leikslokum.Hvort lið átti nokkur tækifæri til klára leikinn en inn vildi boltinn ekki. Þegar um 10 mínútur lifðu leiks var enn 0-0 og lítið sem benti til þess mörk yrðu skoruð.
Víðir sótti þó mun meira síðasta hluta leiksins og svo loks þegar um 6 mínútur voru eftir af leiknum rak Óli Ívar boltann inn miðju utan af hægri kantinum og lét vaða á markið á milli vítateigs og miðju, undan vindi, og boltinn söng í netinu. 1-0 fyrir Víði.
Tveimur mínútum seinna fiskaði Óli Ívar, sem átti einn sinn slakari leik í sumar, aukaspyrnu sem Tómas Pálmason skoraði úr. Skaut háum bolta fyrir sem allir reyndu komast í en enginn snerti og datt boltinn í hornið fjær. 2-0 urðu lokatölur leiksins og Víðismenn enn tryggari á toppi riðilsins.

Skýrsla leiksins á KSÍ síðunni.
Staðan í riðlinum.

 

 

 

 
Óli Ívar með glæsimark í leiknum.                            Tómas skoraði seinna mark Víðis í leiknum.