Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Nóg að gera hjá Víðismönnum.

Eins og fólk hefur tekið eftir hefur Víðissíðan ekki verið virk, en þar sem aðeins einn aðili kemur síðunni deyr hún ef viðkomandi fer í frí. Ekki gott.
Áhugasamir netupplýsingamenn eða konur, sem til væru koma netsíðunni og efla síðuna, vinsamlegast hafi samband við einhvern úr stjórn Víðis en upplýsingar um stjórn og ráð finna hér efst á síðunni.

 

Víðisdrengir léku við lið Grundafjarðar á föstudagskvöldi Sólseturshátíðarinnar  22.júní. Endaði leikurinn 1-1 þar sem Tómas Pálmason skoraði þegar um mínúta lifði af fyrri hálfleik og jafnaði leikinn fyrir okkur, en Ragnar Smári í liði Grundafjarðar hafði komið þeim yfir strax á 14. mínútu leiksins.

 

Þann 29. júní lékum við svo á heimavelli við liðið Kári sem kemur af AkranesiHvorugu liði tókst skora í þeim leik. Verðum við teljast nokkuð heppnir með þau úrslit þar sem Káramenn fengu gullin tækifæri til klára þann leik en boltinn vildi ekki inn hjá þeim.

á fimmtudag munum við sækja ólánsama Snæfellinga heim, en önnur eins úrslit hafa ekki sést leik eftir leik i knattspyrnuleikjum hér á landi. Ekki er ofsögum sagt þeir "drullu"-tapi leikjum sínum en markatalan eftir 7 leiki er 0-93. Töpuðu síðasta leik 24-0, tuttuguogfjögur núll. Hvort um leikskipulagsatriði eða getumismun leikmanna ræða skal ósagt látið en þessar tölur eru ótrúlegar.

Leikurinn átti upphaflega vera á laugardag en var flýtt um tvo daga og verður á fimmtudag kl. 20:00 á velli Snæfellinga.

Áfram Víðir !