Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Besti leikur Víðis í sumar

Eftir níu umferðir og glæsilegan 4-0 sigur á Hvíta riddaranaum hér á Garðsvellinum s.l. fimmtudag, eru Víðismenn enn efstir í riðlinum og gefa ekkert eftir í þeirri baráttu

Búist hafði verið við jöfnum leik þar sem lið Hvíta riddarans úr Mosfellsbæ situr í þriðja sæti riðilsins, en þó nokkur munur var á spili liðanna. Víðismenn voru mun meira með boltann og áttu mun hættulegri tækifæri í leiknum. Riddaramenn áttu sína spretti þó þeir næðu aldrei ógna marki Víðis verulega, en þeir áttu ein fjögur skot sem rötuðu á markið sem Rúnar markmaður átti ekki í miklum vandræðum með.
Mörk okkar í leiknum skoruðu Ólafur Örn 2, Einar Karl 1 og Tómas Pálmason 1.

Víðismenn voru leika einn af sínum betri leikjum í sumar og var gaman sjá hve jákvæð liðsheildin er orðin og menn greinilega vinna fyrir hvern annan. Á tímum gekk boltinn manna á milli í einnar snertingar bolta og Riddaramenn nánast í eltingaleik. Gísli þjálfari greinilega byggja upp góða liðsheild úr þessum ungu drengjum sem all flestir eru úr Garðinum.

Um tíma stefndi í fimm stiga forskot Víðis í riðlinum þar sem Kári og Þróttur Vogum voru með 2-2 jafntefli fram á 90 mínútu í þeirra leik, sem fór fram á sama tíma, en þá tókst drengjum Kára skora og sigra leikinn 3-2 og tryggja Víðir næði ekki fimm stiga forskoti á þá, en þeir sitja sem fastast í öðru sætinu, þremur stigum á eftir okkar liði.

Í leikskýrslu leiksins sjá ýmsar tölulegar upplýsingar um leikinn.

Næsti leikur Víðis verður núna á fimmtudaginn 19. júlí á móti Þrótti Vogum á Vogavellinum kl. 20:00.
Vonumst til sem flestir íbúar í Garði láti sjá sig þar og hvetji sína menn til sigurs.

Áfram Víðir !


Róbert skoraði 2 mörk á Hvítu riddarana.