Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Spennan eykst í C-riðlinum.

Eftir jafntefli við Þróttarana í Vogum í síðustu viku þá eykst spennan heldur betur í riðlinum þar sem Kári sigraði Snæfell 4-0. munar aðeins einu stigi á liðunum.
Snæfellsliðið gæti einnig farið setja strik í reikninginn þar sem þeir bættu átta leikmönnum við hópinn í félagsskiptaglugganum og mæta með nýtt lið í seinni hluta mótsins.

Himinn og haf var á milli gæða leiks okkar á móti Hvíta Riddaranum í vikunni áður og leiks okkar við Þróttara.Við vorum arfaslakir á móti Þrótturunum.
Leikurinn byrjaði þó ekki illa þar sem við skoruðum strax á þriðju mínútu leiksins beint úr horni. Boltinn barst beint á nærstöngina og á fót Einars Karls sem "bommbaði" knettinum í netið. Eftir þetta voru Þróttarar betri aðilinn og tókst lokum jafna á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og það úr frákasti sem við hefðum átt vera á undan í og hreinsa í burtu.

Seinni hálfleik áttu Þróttarar næstum alveg þrátt fyrir smá líf á köflum hjá okkar liði, en heilt yfir var 1-1 jafntefli nokkuð sanngjörn úrslit. Við megum þó teljast heppnir hafa ekki tapað leiknum þar sem Reynir Vals í liði Þróttar tókst skalla yfir markið 80cm frá marklínu fyrir opnu marki.

Eftir flottan leik á móti Hvíta Riddaranum þá ætti þessi frammistaða okkar kippa okkur niður á jörðina og við setja í hærri "einbeitingargír" í næsta leik, en liðið fer í Grundarfjörð núna á föstudag 27.júlí og leikur kl. 19:00 vestra.

Víðissigur og ekkert annað á bæjarhátíð þeirra Grundfirðinga "Á góðri stund" sem fer fram núna um helgina.

Áfram Víðir !