Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Fyrsta tap sumarsins og spennan eykst.

Fyrsta tap Víðis í sumar leit dagsins ljós s.l. föstudag á Grundarfjarðarvelli en þá steinlágum við 1- 4 í leik þar sem Grundfirðingar höfðu tögl og haldir í leiknum nánast allan leikinn. Við þetta tap misstum við efsta sæti riðilsins og getum ekki lengur státað okkur af því vera eina ósigraða meistaraflokksliðið á Suðurnesjum þetta sumarið.

Grundfirðingar gerðu okkur erfitt fyrir með skora tvö mörk strax á fyrstu mínútum leiksins eða annarri og fimmtu mínútu sem var alls ekki eftir okkar hugmyndum og þurftu okkar menn heldur betur bíta á jaxlinn við þau "kjaftshögg". 
Leikurinn jafnaðist nokkuð eftir mörkin tvö og staðan í hálfleik óbreytt. Víðisdrengir byrjuðu seinni hálfleik af krafti og líklegir til minnka muninn þegar Grundfirðingar dæmt víti í upphafi seinnihálfleiks og 0- 3 forystu.

Grundfirðingar slökuðu aðeins á eftir þriðja markið og skoraði Hafsteinn Friðriksson glæsilegt mark og minnkaði muninn fyrir okkar lið. Grundfirðingar vöknuðu aðeins við markið og náðu setja fjórða markið á okkur og klára leikinn 1-4 eins og fyrr segir.

 Í lið okkar vantaði þá Sigurð Elíasar, Bjössa Bergmann og Rúnar Gissurar markmannEinnig eru  Alexander Freyr, Þorsteinn Einars, Davíð Guðlaugs. og Eiríkur Jóns. hættir æfa. Víðismenn þakka þeim samstarfið og óska þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.

 Óneitanlega gerir þessi staða á leikmannahópnum vinnuna hjá Gísla Eyjólfs. þjálfara enn meira krefjandi.

er mikilvægt allir sem liðinu koma, sem og leikmenn og þjálfarar, líti í eigin barm, þjappi sér saman og setji allt í botn í þann tæpa mánuð sem eftir er, en riðlakeppninni lýkur 25. ágúst n.k.
 Látum ekki úrslit tveggja síðustu leikja koma öllu úr jafnvægi. Höldum stefnu og vinnum þetta saman.

Staðan í C riðlinum.

Tölfræði Víðis-liðsins þetta sumarið.

Leikskýrsla leiksins.

Áfram Víðir !