Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Félagskiptaglugginn lokar á miðnætti í kvöld.

Í kvöld á miðnætti lokar félagskiptaglugganum þetta sumarið og geta leikmenn ekki lengur skipt um félög á þessu sumri.

Á dögunum skipti Hafsteinn Þór F. Friðriksson í Víði  úr Sandgerði og hefur spilað tvo leiki með liðinu og skoraði mark í síðasta leik. Hafsteinn hefur komið vel út á miðjunni, er útsjónarsamur og boltinn gengur hratt og vel frá honum. Mikill liðsmaður þar á ferð.

Víðisliðið hefur aðeins verið hiksta eftir flottan leik á móti Hvíta riddaranum hér á dögunum en síðan þá hefur orðið nokkur breyting á leikmannahópnumÓljóst er með eina sjö leikmenn og hópurinn því þynnst verulega. Þrír lykilmenn eru meiddir, og lítur illa út með þá í framhaldinu, og fjórir hafa hætt á síðustu vikum

Vegna ástandsins á leikmannahópunum þá samdi stjórn Víðis í dag við tvo leikmenn frá Serbíu og er von á þeim næstu daga.
Leikmennirnir eru Milan Stankovic  fæddur 1988 sem leikur á miðjunni og Milan Todorovic fæddur 1983 og leikur sem varnarmaður

Er það von stjórnar Víðis  þessir þrír nýju leikmenn hjálpi liðinu til komast í úrslit þriðju deildarinnar.

Meira um þessa nýju leikmenn síðar.

Áfram Víðir !