Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

99 leikmenn skiptu um félag í gær.

Síðasti dagur félagsskipta í sumar var í gær og var mikið fjör á leikmannamarkaðinum.

Það helsta sem sjá á KSÍ síðunni um félagsskipti í gær er Víðismenn fengu sex nýja leikmenn í gærkvöldi, eða þá Milan Todorovic, Milan Stankovic, Þór Steinarsson, Kolbein Jósteinsson, Einar Daníelsson og Knút Jónsson. Einar, Knútur og Þór hafa allir leikið með Víði áður og Kolbeinn sem er íþróttafræðingur mennt er nýfluttur í Garðinn.

Davíð Guðlaugsson yfirgaf Víði eftir stutt stopp og fór aftur til Keflavíkur.

Önnur athyglisverð leikmannaskipti sem áttu sér stað hér á Suðurnesjunum í gær, eru Víðismaðurinn Rafn Vilbergsson fór frá Njarðvík og yfir til Keflavíkur, Ísak Þórðarson fer úr Keflavík til Njarðvíkur, Hörður Sveinsson fer úr Val til Keflavíkur og Haraldur Axel Einarsson fer úr Þrótti Vogum til Njarðvíkur,

 

Í okkar riðli í þriðju deildinni hafa eftirfarandi breytingar orðið á leikmannahópunum.

Þróttur Vogum:
einn leikmann Dalibor Lazic frá Möltu en missa fjóra leikmenn. Þá Harald Axel, Daníel Örn, Jón Gest Birgisson og Stefán S. Harðarson.

Kári Akranesi:
Fær tvo leikmenn frá ÍA þá Olgeir Karvelsson og Ragnar Má Viktorsson en missa Sigurjón Guðmundsson til ÍA.

Hvíti Riddarinn:
Fá Kára Ingason frá Þrótti Reykjavík, en missa tvo leikmenn þá Andra S. Hauksson og Hörð S. Harðarson

Snæfell:
Fengu tólf leikmenn. þá Björn B. Gunnarsson, Egil Ólafsson, Hlyn Valsson, Ólafur M. Ólafsson, Ólaf Sigurðsson, Ómar I. Ákason Stefán Friðriksson og Sveinbjörn Þorsteinsson sem allir koma frá KV.  Aðrir sem komu yfir til Snæfells eru Christian M.F. Nielsen, Ólafur M. Sigurðsson, Sigurður I. Ólafsson og Tryggvi Tómasson. Enginn leikmaður fór frá Snæfelli í félagsskiptaglugganum.

Næsti leikur Víðismanna er einmitt hér á Víðisvellinum þann 11. ágúst n.k. gegn þessu nýja liði Snæfells.

Grundfirðingar:
Fá einn leikmann, Daníejel Smiljkovic en enginn fer frá félaginu.


Ekki minnkar spennan í riðlinum við þessar breytingar og verður gaman að sjá hvaða áhirf þessar breytingar hafa á liðin.

Áfram Víðir !