Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Spenna færist í leikinn.

Í gærkvöldi léku Grundfirðingar við lið Kára frá Akranesi á sínum heimavelli og sigruðu 2-0 og settu heldur betur spennu í C-riðil þriðju deildarinnar
Þegar þrír leikir eru eftir af riðlakeppninni þá skilja aðeins fjögur stig okkur í efsta sætinu og lið Grundfirðinga sem eru í þriðja sæti, en við erum með 25 í efsta sæti og Grundfirðingar með 21 í þriðja sætiÍ öðru sætinu situr lið Kára með 24 stig.

Öll þrjú liðin geta því sigrað riðilinn eða endað í þriðja sætinu. 

Næsti leikur okkar er einmitt við lið Kára uppi á Skaga og er leikurinn núna á föstudaginn kl. 19:00 á Akranesvelli.

Nú er bara að hugsa um einn leik í einu og leggja allt í þann leik.

Áfram Víðir !

 

 

  
Hafsteinn Þ. F. Friðriksson                      Leik lokið.