Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Úrslitasæti tryggt.

Síðasta föstudag léku liðin í tveimur efstu sætum C-riðils fyrstu deildar. Víðisdrengir og lið Kára frá Akranesi. Skemmst er frá því segja okkar lið sigraði leikinn 0 - 1 og festi sig frekar í sessi í toppsæti riðilsins. Leikurinn var hinn fjörugasti frá fyrstu mínútu og sigurinn getað dottið báðu megin, en bæði lið áttu góð færi til klára leikinn en sem betur fer datt það okkar megin í þetta skiptið.

Leikskýrsla leiksins

Mark okkar skoraði Ólafur Ívar úr vítaspyrnu á 75. mínútu þar sem leikmanni Kára var vísað af velli fyrir annað gula spjaldið í leiknum.

Það sem meira var á sama tíma fór fram leikur í Vogunum þar sem heimamenn tóku á móti Grundfirðingum sem máttu alls ekki tapa leiknum til eiga von um sæti í úrslitakeppni þriðju deildarinnar. Þróttarar hinsvegar kláruðu leikinn á heimavelli fyrir framan fjölda áhorfenda þar sem Fjölskyldu hátíð Voga fór fram nýliðna helgi og því óvenju margt á leiknum. Vogamenn vígðu einnig nýtt knattspyrnusvæði með aðstoð fulltrúa KSÍ og Íslenska landsliðsins. Óskum við Víðismenn Vogamönnum til hamingju með völlinn og nýja íþróttasvæðið.

Þegar tveir leikir eru eftir munar 7 stigum á Víði í fyrsta sæti og Grundfirðingum í því þriðja svo ómögulegt er fyrir okkur í Víði detta niður í þriðja sætið héðan af.

Næsti leikur okkar er við Hvíta riddarann þriðjudaginn 21.ágúst kl. 19:00 og fer leikurinn fram á Varmárvelli í  Mosfellsbænum.

Staðan í riðlinum.

Áfram Víðir !