Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Stórsigur í gær og veisla framundan.

Okkar lið fór í Mosfellsbæinn í gær, þriðjudagskvöld, og lék við Hvíta riddarann og vann þá nokkuð örugglega 1 - 4. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og bæði lið skapa sér færi og settu sitt hvort markið og staðan 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik tóku Víðismenn öll völd á vellinum og settu þrjú mörk til viðbótar. Yfirburðirnir voru slíkir sigur okkar drengja hefði hæglega getað orðið stærri en raunin varð.

Mörk okkar skoruðu Eysteinn Már, Jón Gunnar, Hafsteinn Þór og Helgi Sigurjón. Bróðurlega skipt.

Lokaleikur riðilsins verður síðan kl.14:00 laugardaginn 25. ágúst og verður byrjað á því grilla pulsur ofan í áhorfendur og gera klárt fyrir leikinn. Hoppukastalinn verður á sínum stað og mikið fjörVíðishús 17. ágúst 2012

Áfram Víðir !