Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Tveir úrslitaleikir framundan.

um helgina eða á laugardaginn 1.september halda Víðismenn austur á Fáskrúðsfjörð og leika fyrri leikinn við Leikni F. í átta liða úrslitum þriðju deildarinnar. Leikurinn fer fram kl. 14:00 á Búðargrund velli þeirra Leiknismanna.

Seinni leikur liðanna fer síðan fram hér á Víðisvellinum þriðjudaginn 4. september kl. 17:30.

Skylda er hjá öllum Víðismönnum, yngri sem eldri, í formi eða ekki í formi, háa sem lága mæta og sína stuðning við sitt íþróttafélag og hvetja Víði til góðra verka í þessum leik.

Sjáumst á Víðisvellinum n.k. þriðjudag

 

Úrslitakeppni þriðju deildarinnar framundan.