Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Uppskeruhátíð meistaraflokks Víðis

Nýliðna helgi eða á laugardeginum fór uppskeruhátíð Víðis fram hér í Garðinum, þar sem leikmenn og þjálfarar meistaraflokks, stjórn, aðstoðarmenn og helstu stuðningsaðilar komu saman til fagna árangri sumarsins í fótboltanum.

Þegar lagt var upp í keppnistímabilið 2012 hafði stjórn Víðis haldið eina þrjá stefnumótunarfundi og tekið þann pól í hæðina venda kvæði í kross og spila á og nýta uppalda Víðismenn mestu leiti. Einir fimm ungir leikmenn sem farið höfðu í annan flokk Keflavíkur skiptu aftur yfir og hefur hópurinn í sumar talið um 27 leikmenn þar sem um 20 af þeim hópi eru uppaldir Víðismenn. Gísli Eyjólfsson þjálfari hefur tekið fullan þátt og unnið eftir þessari stefnu sem er mikil dyggð og fórnfýsi af Gísla hendi og sýnir vel upplag Gísla sem Víðismanns og persónu.
Það kom því skemmtilega á óvart,í ljósi þess hve ungt liðið er, riðillinn skyldi vinnast nokkuð örugglega og sæti í úrslitum tryggt, en stjórn og þjálfari gerðu sér fulla grein fyrir ekki væri á vísan róa í árangri með því fara með svona ungt lið til keppni, þó svo um þriðju deild væri ræða. Til hamingju með það þjálfarar og  leikmenn.

En aftur að uppskeruhátíð.
Eftir góðan mat sem Björn Ágúst framreiddi voru veittar viðurkenningar fyrir helstu afrek sumarsins, VíðisFilm- drengir mættu með sitt innlegg sem alltaf vekur lukku, Ásmundur Friðriksson hélt ræðu og benti í ýmislegt skemmtilegt í Víðisstarfinu á sínum léttu nótum. Bætt var í hóp heiðursfélaga Víðis en fyrir var bara einn heiðursfélagi, Eyjólfur Gíslason. Þeim var fjölgað í fimm þetta kvöldið en á síðasta aðalfundi Víðis í febrúar s.l. lagði Guðríður Brynjarsdóttir (Gauja íþróttakennari) fram tillögu þess efnis að ákveðnir félagar yrðu teknir í hóp heiðursfélaga Víðis og var sú tillaga samþykkt. Þetta eru þau Sigurður Ingvarsson, Finnbogi Björnsson, Karítas Halldórsdóttir og Heiðar Þorsteinsson, en þau hafa komið að starfi Víðis sem með ýmsum hætti í áratugi og eru enn að. Ómetanlegt fyrir hvert félag að eiga slíkt félagshyggjufólk í sínu starfi og vill stjórn Víðis ítreka þakklæti sitt til þessara aðila, fyrir allt það sem þau hafa gert fyrir Knattspyrnufélagið Víði í gegnum tíðina.


Eftir að hefðbundinni dagskrá lauk tók við spjall og skraf og strax farið að leggja á ráðin um komandi tímabil, en keppni í þriðju deildinni næsta sumar kallar á mikil ferðalög þar sem liðin í deildinni dreifast um allt land.

Áfram Víðir !

 

Myndir með frétt eru frá Guðmundi Sigðurssyni en fleiri myndir frá Gumma má sjá á fésbókarsíðu Víðis

Siggi Invars og Co.