Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Uppskeruhátíð yngriflokka Víðis í Sandgerði

Undanfarinn mánuð hafa unglingaráð Víðis og Reynis fundað mikið og lagt drög stórauknu samstarfi með yngriflokka félaganna. Einnig hefur verið fundað með Keflavík um samstarf í 3. og 4. flokki stúlkna en það mun skýrast fljótlega í næstu viku.

Í tengslum við sameiginlegar æfingar í Garði og Sandgerði hefur tekist bæjaryfirvöld beggja bæjarfélaga til samþykkja aukinn kostnað til þeirra aðila sem sinna strætóferðum hér á milli til geta fengið í gegn svokallaða "króksleið" en tilfinnanlega hefur vantað ferðir frá Garði og í Sandgerði. Akstursleið þriggja ferða, eftir skóla, verður breytt þar sem strætó mun fara fyrst í Garðinn og síðan í Sandgerði. Snúa við í Sandgerið og aka sömu leið til baka.

Verið er að ganga frá æfingatöflu, þjálfaramálum og er stefnt á að hefja æfingar aftur þann 1. október n.k. Jafnvel aðeins fyrr.

Sameiginleg uppskeruhátíð yngriflokka félaganna mun fara fram kl. 19:00 á morgun, miðvikudaginn 19. september, í grunnskólanum í Sandgerði. Þar verður farið yfir sumarstarf félaganna, viðurkenningar veittar og ný sameiginleg æfingatafla kynnt.

Á dagskrá lokinni fá allir pizzu og gos.

Allir fótboltakrakkar í Reyni og Víði að mæta.

Unglingaráð Víðis og Reynis.