Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Það helsta af Víði eftir nokkra heimasíðu-hvíld.

Þó minna verið keppa í knattspyrnu á haustmánuðum, liggur starf Víðis síður en svo niðri.
Hér verður drepið á nokkur atriði sem stjórn og þjálfarar félagsins hafa verið sýsla á haustmánuðum.

Samstarf við Reyni í yngriflokkum.
Í haust fóru unglingaráð Víðis og Reynis í samstarf með alla yngriflokka félagsins og er æft á báðum stöðum.
Fimmti flokkur (5.og 6.bekkur grunnskólans) og allir eldri iðkendur, æfa alveg saman, en yngri iðkendur æfa á sitt hvorum staðnum og einu sinni í viku er æft saman. Sami þjálfari sér um hvern flokk hjá báðum félögum.

Samstarf við Keflavík.
Erfitt hefur reynst halda úti kvennaflokkum í knattspyrnustarfinu og fór svo eftir nokkrar bollaleggingar fundað var með Keflavik og farið í samstarf í halda úti 3. flokki kvenna . Liðið æfir mestu í Reykjaneshöllinni, en etir áramót munu stúlkurnar æfa eitthvað í Garðinum einnig. Verið er skoða hvort slíkt hið sama verði gert með 4.flokk stúlkna. Á þessum árum fækkar stúlkuiðkendum í öllum íþróttagreinum og erfiðara reynist halda úti kvennaliðum. Er þetta samstarf liður í því minnka brotthvarf stúlknanna og reyna skapa þeim ögrandi verkefni í knattspyrnunni. Stúlkurnar munu leika undir merkjum RVK.

Undirbúningur þorrablótsins.
Eins og íbúar hafa tekið eftir verður hið árlega þorrablót Víðis og Ægis 19. janúar n.k. og er nánast uppselt á blótið. Undirbúningur hófst strax á haustmánuðum og í byrjun nóvember var dagskráin, og auglýsingar klárar og miðasala hafin. Garðbúar sem aðrir tóku vel við sér og varð fljótlega ljóst enn eitt árið yrði blótið hið fjölmennasta. Keflavíkingar héldu blót í fyrsta skiptið í fyrra og eru halda annað núna sem virðist ætla verða mjög fjölmennt, en það virðist lítil áhrif hafa á mætingu gesta á þorrablót okkar Víðismanna. Sem er sjálfsögðu gleðiefni.

Meistaraflokkur karla.
Eftir gott fótboltasumar, og árangur framar vonum, lýsti stjórn félagsins strax áhuga á framlengja samning sinn við báða þjálfara félagsins þá Gísla Eyjólfsson og Óla Ívar. Þeir höfðu einnig áhuga á halda áfram og voru samningar framlengdir við þá snemma í haust.
Þjálfararnir boðaðu til fundar með leikmönnum þann 1. nóvember s.l.  og hófust æfingar fljótlega eftir þann fund. Æft hefur verið þrisvar í viku í haust og hefur mæting leikmanna verið með ágætum nema hvað reynsluboltarnir og fyrirmyndirnar eru ekki alveg mæta eins og vera skyldi af alvöru Víðismönnum
Víðisliðið mun taka þátt í æfingamóti í Reykjaneshöllinni á sunnudaginn 16. desember.

Framkvæmdir á Víðisvelli
Í sumar var loks hafist handa við langþráðar framkvæmdir á Víðissvæðinu, en svæðið hefur verið frekar dapurt um áraskeið. Innkeyrsla húsinu frá Sandgerðisvegi var malbikuð og góður flötur í kringum allt húsið og mikill munur á. Aðstaða fyrir leikmenn var bætt töluvert og var sólpallur var byggður við húsið þar sem leikmenn munu í framtíðinni geta farið beint úr búningsklefa Víðis og út í heitan pott sem reyndar á eftir koma fyrir á pallinum
Girðingar í kringum völlinn voru endurnýjaðar og var það fyrirtækið Öryggisgirðingar hf. sem um þá vinnu. Sótt var um styrk í mannvirkjasjóð KSÍ í vor og fékkst ein milljón úr sjóðnum í verkið. Bæjaryfirvöld greiddu svo tólf milljónir sem dugði fyrir öllu því sem gert var í sumar, en bæjarfélagið á vallarsvæðið.
 

Starfsmaður í Vallarhús
Víðismenn réðu í sumar Kolbein Jósteinsson sem bæði þjálfar hjá félaginu og er starfsmaður stjórnar við sinna hinum ýmsu verkefnum sem leysa þarf í rekstri knattspyrnudeildar. Kolbeinn, eða Kolli eins og hann er kallaður, þjálfar 6. og 7. flokka R/V en sinnir skrifstofustörfum fyrir hádegi. Kolbeinn hóf þjálfa í haust og byrjaði starfsárið á haustleikjanámskeiði sem fram fór í íþróttahúsinu á æfingatímum Víðis. Námskeiðið var vel sótt og voru mun fleiri krakkar á því en eru í raun æfa knattspyrnu hjá félaginu.

Þakkarmáltíð Víðis.
Föstudaginn 14.desember verður stjórn knattspyrnudeildar Víðis með þakkarmáltíð í Víðishúsinu fyrir alla helstu styrktaraðila félagsins. Von er á um 50 manns í hangikjöt og meðlæti.

Áfram Víðir !