Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

þakkarmáltíð Víðis

Í blíðskaparveðri síðastliðinn föstudag, tók stjórn Víðis á móti helstu styrktaraðilum félagsins í hádegismat í Víðishúsinu. Boðið var upp á hangikjöt og meðlæti. Fulltrúar um 20 fyrirtækja, eða um 50 manns, mættu í matinn og höfðu gaman af.

Gísli Heiðarsson bauð menn velkomna og þakkaði stuðninginn við félagið. Gísli sagði hugmyndina um þakkarmáltíð hefði verið lengi í umræðunni og var ánægður með hefði henni verið hrint í framkvæmd. Guðbrandur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Garðsins hélt síðan stutta tölu um það helsta í starfi stjórnarinnar og þau markmið sem stjórn og þjálfarar hafa sett sér.

Stjórn Víðis kemur mörgum viðburðinum í Garðinum og er nokkurskonar skemmtinefnd Garðsins, en Víðismenn koma Sólseturshátíðinni í samráði við bæjaryfirvöld, halda fjölmennasta þorrablótið á Suðurnesjum með björgunarsveitinni, halda herra og konukvöld, bingó, skötuveislu og ýmislegt annað sem fram fer í Garðinum.

Eins og gengur og gerist í slíkum matarveislum, þá borðuðu menn vel leystu hin ýmsu þjóðmál yfir matnum.

Stjórn Víðis þakkar þeim sem komu og öllum styrktaraðilum fyrir stuðninginn.

Áfram Víðir !