Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Æfingamót í Reykjaneshöllinni í dag.

Víðismenn tóku í dag, sunnudaginn 16. desember, þátt í æfingamóti sem fram fór í Reykjaneshöllinni. Leiktíminn var 1 x 25 mínútur og léku Víðismenn fjóra leiki. Mótherjarnir voru Þróttur Vogum, Njarðvík, 2. flokkur Keflavíkur og Njarðvíkur og Ægir Þorlákshöfn.

Úrslit leikjanna voru eftirfarandi:
Víðir - Ægir 1-1     Óli Ívar skoraði úr víti.
Víðir- K/N 2.fl. 1-2   Róbert skoraði með skalla.
Víðir-Njarðvík 1-3   Tómas skoraði úr víti.
Víðir-Þróttur 2-2   Ómar og Tómas sitt hvort markið.