Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Ný æfingatafla tekur gildi í dag mánudaginn 21. janúar 2013

Í dag tekur í gildi uppfærð æfingatafla fyrir yngriflokka Reynis og Víðis, en unglingaráð félaganna hafa gert með sér samstarfssamning, um alla flokka, og skilað til KSÍ. Reynir og Víðir munu því senda sameiginleg lið til keppni í sumar undir merkjum R/V. Sami þjálfari mun sjá um sama aldurshóp hjá báðum félögum og æfa 3. 4. og 5.flokkarnir alltaf saman en 6. og 7. flokkarnir æfa í sínum heimabæjum, en æfa saman á föstudögum í vor.

Tveir stúlknaflokkar eru í samstarfi við Keflavík og munu leika undir merkjum RKV þetta keppnistímabilið.
Þreifingar eru með samstarf við Njarðvík í 3.flokki drengja en það er ófrágengið þegar þetta er skrifað.

Hægt er nálgast nýju æfingatöfluna hér á heimasíðunni undir flipanum YNGRIFLOKKAR.
 


Myndir frá sameiginlegri uppskeruhátíð R/V í september 2012