Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Glæsilegu Þorrablóti Víðis og Ægis lokið.

Nýliðna helgi fór fram enn eitt Þorrablótið hér í íþróttamiðstöðinni í Garðinum. Miklar endurbætur voru gerðar frá síðasta blóti þar sem gestir deildu mikið á hljóð og lýsingu eftir blótið 2012, og var gagnrýni nokkuð réttmæt.

Farið var í kaupa hljóðdeyfandi eldvarnar -"drapperingar" sem hengdar voru á veggi íþróttahússins til minnka endurkast. Aukið var nokkuð við hljóð- og ljósabúnað  og búnaður hendur upp í loftið fyrir ofan sviðið og dreift meira um salinn, en í fyrra stóð þessi búnaður mestu á sviðinu sjálfu.
Ekki heyra annað en þetta hafi gengið vel upp þar sem fólk hefur almennt látið mjög vel af þessum þáttum, enda mátti finna gólfið titra undir sér þegar Fjallabræður þöndu böndin, án þess þó bergmál eða annað gerði þau fögru hljóð hávaða.

Óskar heimasíðan Víðis- og Ægismönnum og íbúum í Garði til hamingju með glæslilegt blót.

 

Stöðugt fjölgar í Þorrablótum hér á Suðurnesjum em  Keflvíkingar héldu veglegt blót helgina áður eða 12. janúar og voru um 500 manns á því blóti. Njarðvíkingar héldu sitt þorrablót sama kvöld og við hér í Garðinum og voru um 350 manns á þeirri skemmtun og áætla hátt í 1600 manns hafi blótað þorrann hér á Suðurnesjum á þessar tvær helgar. Grindvíkingar ætla síðan blóta Þorrann um miðjan febrúar og bætist þá heldur í hóp þeirra Suðurnesjamanna  sem blótað hafa þorrann í ár.
"Merkilegt nokk"

Myndasafn frá blótinu á vef Víkurfrétta.

Myndir hér neðan eru frá undirbúningi þorrablótsins.