Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Lagt á ráðin.

nýverið hittust stjórn, unglingaráð og annar þjálfari meistaraflokks á fundi og fóru yfir stöðu mála í öllu starfi félagsins og ræddu helstu áherslur fyrir sumarið. Farið var vítt og breitt yfir allt starfið, bæði það jákvæða og það sem betur fara í starfi félagsins.

Fram kom á fundinum vel hefur gengið í æfingaleikjum hjá Víðismönnum, en þeir hafa leikið þrjá æfingaleiki og sigrað þá alla nokkuð örugglega. Hátt í tuttugu manna hópur hefur verið æfa nokkuð stíft frá 1. nóvember s.l. og eru menn á því gera atlögu efstu þremur sætum þriðju deildarinnar í sumar.

Hjá unglingaráðinu bar helst á góma það mikla samstarf sem búið er koma á hjá öllum yngri flokkunum
3.flokkur drengja Reynis og Víðis er komin í samstarf við Njarðvík og munu leika í sumar undir merkjum NRV
3.og 4. flokkur stúlkna er komin í samstarf við Keflavík og munu þær stúlkur keppa undir merkjum RKV í sumar.
Allir aðrir flokkar munu keppa undir merkjum R/V og æfa saman nánast á öllum æfingum fyrir utan þau allra yngstu.

Stjórnin er þessi misserin ganga frá þorrablótsuppgjöri ásamt því undirbúa aðalfund sem verður sunnudaginn 10.mars n.k. í Víðishúsinu, en staða félagsins er nokkuð góð ef miðað er við knattspyrnufélög á Íslandi almennt.
Einnig er verið undirbúa framvkæmdir við Víðisvöllinn sjálfan, en stefnt er á færa girðingar með auglýsingum utar eða frá vellinum, stækka grassvæði lítillega og malbika göngubraut í kringum völlinn.

Ekki er ólíklegt veðurblíðan allan  febrúarmánuð farin setja menn í meiri sumargír en venja er til á þessum árstíma, en tíminn líður fljótt og því ekki seinna vænna en stilla saman strengina.

Áfram Víðir !