Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Fyrsti leikur Víðis í kvöld.

Í kvöld kl. 18:00 hefst tímabilið hjá Víðismönnum með leik við HK í Lengjubikarnum. Leikurinn fer fram í Kórnum í Reykjavík.

Spennandi verður sjá hvernig hópurinn er staddur þessa dagana en æft hefur verið frá 5. nóvember í haust og vel gengið í æfingaleikjum vorsins sem hafa verið á móti liðum í þriðju deildinni.
Í kvöld hinsvegar verður við rammari andstæðing etja þar sem HK eru deild ofar en Víðir.

Þeir Víðismenn sem eru á ferð í bænum eru hvattir til   kíkja við og hvetja Gísla Eyjólfs. þjálfara og hans drengi.

Nokkrir leikmenn hafa gengið frá félagsskiptum yfir í Víði í vor:

Komið hafa.
Aron Róbertsson frá Keflavík
Andrés M. Eggertsson frá Þrótti Vogum.
Rúnar Gissurarson frá Reyni Sandgerði, en hann var hér á láni s.l. sumar og lék með Víði en hefur skipt alveg yfir.
Helgi þór Jónsson frá Keflavík.
Andrzej Piotr frá Stálúlfi.
Andri Gíslason frá Fáki
Davíð A.Friðriksson frá GG í Grindavík.

Ólafur Ágúst hefur einnig tekið fram skóna nýju.

Farnir eru.
Björn Ingi Björnsson í Reyni Sandgerði
Alexander F. Sigurðsson í Leikni Fáskrúðsfirði.

Hér sjá drög leikjum Víðis sumarið 2013 en mótið er í vinnslu enn sem komið er.

Áfram Víðir !