Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Fréttir af aðalfundi.

Aðalfundur Víðis fór fram í gærkvöldi viðstöðum átján  fundarmönnum, þrátt fyrir þrír stjórnarmenn séu staddir erlendis, en fimmtán fundarmenn þarf svo aðalfundur teljist löglegur

Það er helst telja stjórn félagsins er óbreytt nema einu leyti, en Sigurður Elíasson bættist við hópinn sem meðstjórnandi og Bjarki Ásgeirsson gekk úr unglingaráði og eru honum þökkuð góð störf í þágu félagsins.

Ekki tókst að fá fólk til starfa fyrir knattspyrnubörnin í Garðinum og unglingaráð því fáliðað og er það miður. Fólk sem er sammála því að slæmt sé að fólk vilji ekki sinna knattspyrnukrökkum hér í Garðinum og hefur áhuga á að koma að málum yngriflokka er hvatt til að hafa samband við æskulýðsfulltrúa Garðs á bæjarskrifstofu.
 

Stjórn Víðis er þá skipuð þeim:
Formaður: Jón Ragnar Ástþórsson
Varaformaður: Gísli Heiðarsson.
Gjaldkeri: Guðlaug Sigurðardóttir.
Ritari: Eva Rut Vilhjálmsdóttir.
Meðstjórnandi: Einar Karl Vilhjálmsson.
Meðstjórnandi. Einar Tryggvason.
Meðstjórnandi. Sigurður Elíasson.
Varamenn:
Ólafur Róbertsson
Guðmundur Einarsson.

Unglingaráð Víðis er skipað:
Formaður: Sigurdís Benónýsdóttir.
Gjaldkeri: Guðríður Brynjarsdóttir.
Ritari: Díanna Rut Jóhönnudóttir
Meðstjórnandi: Vantar.
Meðstjórnandi: Vantar.
 

Eins og sjá má á myndunum var frekar kalt í Víðishúsinu í gærkvöldi.

Áfram Víðir !