Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Óþarflega stórt tap í nokkuð jöfnum leik.

Lokatölur leiksins 1- 5 lýsa engan veginn gangi mála í leik þessara liða á laugardag, en Víðismenn komust yfir í byrjun leiks og leiddu í hálfleik 1-0 en tapa svo seinni hálfleik 0 - 5.  Sindramenn jöfnuðu leikinn fljótt í seinni hálfleik og svo 1 - 2 forystu þegar um 20 mínútur eru eftir af leiknum.

Á 66. mínútu er Sigurði Bjarna Jónssyni skipt inn á hjá Sindra og kemur hann gestunum yfir þegar um 20 mínútur lifa leiks og skorar svo þrjú mörk  til viðbótar alveg undir lok leiks eða á 86, 90 og 92. mínútu og 1 - 5 tap staðreynd. Nokkuð vel gert af varamanni spila 24 mínútur og skora 4 mörk. Geri aðrir betur.

Eins og Víðismenn vita þá er Rúnar Gissurar aðal markmaður liðsins handarbrotinn og stóð Sigurður Friðrik Gunnarsson hinn stóri og stæðilegi körfuboltakappi úr Keflavík á milli stanganna í þessum leik og stóð sig mjög vel sögn þjálfara liðsins Gísla Eyjólfssonar.

er bara "hífa upp um sig buxurnar" (útleggst á íþróttamáli = mæta á allar æfingar og taka vel á) og mæta stórhuga í næsta leik.

Leikskýrsla leiksins á vef KSÍ.
Staðan í riðlinum.

Myndir úr leik: Zivko Boloban.
 


 

Áfram Víðir !