Síðustu helgi léku Víðismenn á móti liði Hamars í Hveragerði og urðu á lúta í gras í enn og eitt skiptið.
Hamarsmenn skoruðu snemma leiks og náðu síðan að koma tveimur inn fyrir línu fyrir hálfleik og leiddu 0 - 3 í hálfleik. Víðismenn bitu í skjaldarrendur og þéttu vörnina svo um munaði og fundu hamrarnir engin svör við vel skipulögðum varnarleik Víðismanna.
Leikurinn endaði 0 - 3 og Víðisdrengir því enn á botni riðilsins.
Skýrsla leiksins.
Staðan í riðlinum.
Næsti leikur er hreinn nágrannaslagur þar sem Víðir mætir Njarðvík nú á laugardag 20. apríl kl. 14:00 í Reykjaneshöllinni. Reyndar hefur heyrst af óskum Njarðvíkur til að færa leikinn út, en þegar þetta er skrifað verður leikurinn inni að öllu óbreyttu.
Allir á völlinn.
Áfram Víðir !