Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Góð mæting á kynningar- og styrktarkvöld Víðis.

Ágætis mæting var á styrktar- og kynningarkvöld Víðis á miðvikudagskvöldið.

Gísli Heiðars byrjaði kvöldið á ræða starf Víðis og benti gestum á nýjan hátíðarfána Víðis og bað fólk um taka til matar síns af miklu veisluborði sem leikmenn meistaraflokks (eiginkonur eða mæður) höfðu útbúið fyrir kvöldið.
Eftir snæðing fór Gísli með hópinn upp á svið og lét hvern og einn leikmann kynna sig.
Guðni Kjartansson hinn margreyndi þjálfari og núverandi aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna, tók svo til máls og fór yfir breytingar síðustu áratuga hjá KSÍ og síðan hlutverk knattspyrnuliða í litlum bæjarfélögum í heildarmynd knattspyrnunnar á Íslandi.

Þegar Guðni hafði lokið máli sínu frumflutti Sigurður Friðrik Gunnarsson (Siddi) nýtt Víðislag ásamt liðsmönnum meistaraflokks Víðis. Voru menn á einu máli um að vel hefði tekist með lagið.

Lauk þar mer hefðbundinni dagskrá og sátu gestir aðeins frameftir og ræddu knattspyrnusumarið framundan.

Stjórn Víðis þakkar kærlega þeim sem komu fram, Guðna og Sidda sem og þeim gestum sem mættu.

Áfram Víðir !

 


   Siddi á æfingu fyrir kvöldið.                                Guðni flytur sitt erindi.


   Nýr hátíðarfáni Víðis.

Myndir GJS