Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Sigur í fyrsta leik Íslandsmótsins.

Fyrsti leikur sumarsins kláraðist með 2-1 sigri gegn liði Rangæinga sem átti lítið í leiknum og sigur okkar mann alls ekkert of stór. Við lékum undan strekkings sunnan vindi í fyrri hálfleik og sóttum án afláts allan hálfleikinn. Þó tókst ekki læða nema einu marki inn, en það gerði Óli Ívar á 24. mínútu leiksins. Nýtti sér þá vindinn og hamraði boltann nánast frá miðjum vellinum sem söng í netinu út við stöng. Stórglæsilegt hjá Óla.

Lið Rangæinga komst tvisvar í öllum fyrri hálfleik inn í teig okkar og skoruðu úr fyrra skiptinu, en þá stakk Reynir okkar varnarmenn af og kláraði færið vel og staðan því 1-1 þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var eins og fyrri þrátt fyrir okkar lið væru á móti vindi þá sóttum við allan hálfleikinn án þess KFR næði skapa sér færi. Á 68. mínútu leiksins skoraði Tómas eftir laglega fyrirgjöf frá Aroni og urðu  lokatölur leiksins. 2-1 fyrir Víðismenn.

Ánægjulegt byrja fyrsta leikinn á heimasigri.

Umfjöllun Víkurfrétta um leikinn.

Næsti leikur liðsins fer fram á föstudag 24. maí á Kaplakrikavelli gegn ÍH og hefst leikurinn kl. 20:00

Glæsilegt drengir og áfram gakk !

Áfram Víðir !
 

Biðjujmst velvirðingar á því ekki er hægt setja inn myndir frá leiknum vegna bilnunar í vefumsjónarkerfi.