Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Öruggur sigur Víðis á Kára.

S.l. fimmtudag, 6. júní, fóru Víðisdrengir ásamt dyggum hópi stuðningsmanna, upp á Akranes og léku við lið Kára.

Sem fyrr segir vannst leikurinn nokkuð örugglega og okkar drengir með yfirburði í leiknum. Staðan í hálfleik var 0 - 1 en Tómas skoraði það mark. Í seinni hálfleik bættum við svo tveimur mörkum við, en það gerðu Haraldur Birgisson og Helgi þór Jónsson sem skoraði á lokamínútu leiksins, en hann hafði komið inn á fyrir Aron Róberts. á 70 mínútu leiksins.

Víðismenn á nokkuð góðu skriði og sitja í þriðja sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir.
Næsti leikur liðsins fer fram hér á Víðisvellinum þann 16. júní kl. 14:00, en þá mæta Leiknismenn frá fáskrúðsfirði hingað í Garðinn, en við eigum harma hefna víð þá kumpána sem slógu okkur út úr úrslitum þriðju deildar, hér á Víðisvellinum, í vítaspyrnukeppni síðastliðið haust.

 

Leikskýrslan úr leiknum við Kára.

Þriðja deildin á heimasíðu KSÍ.

Áfram Víðir !


Markaskorar leiksins.                                                                  Myndir með grein: Zivko.