Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Öruggur sigur á fáskrúðsfirðingum.

Víðismenn tóku í dag á móti efst liðinu í þriðju deild og eina taplausa liðinu. það er skemmst frá því segja yfirburðir Víðis voru algerir. Fyrsta hornspyrna Leiknis kom á 70. mínútu en þá höfðu Víðismenn misnotað ófá færin til komast yfir og leikar enn 0 - 0.
Fyrsta mark okkar kom loks eftir Tómas elti sendingu á markmann Leiknismanna sem tók upp á því ánægjulega athæfi reyna sóla Tómas og missti boltann og tók það til bragðs rífa Tómas niður og skaut Tómas í stöng við það. Ágætur dómari leiksins flautaði strax víti og gaf markmanni liðsins rautt spjald. Tómas skoraði svo sjálfur úr vítinu. Eftir þetta atvik bætti enn í sóknarþunga Víðis og aðeins spurning hve stór sigurinn yrði.
Nokkrum mínútum seinna elti Róbert aðra slíka sendingu á markmann náði til boltans, komst í gegn og kláraði færið. Glæsilega barátta hjá þeim köppum.

Tómas bætti svo við tveimur mörkum í viðbót eftir flottan samleik Víðismanna en síðasta markið var einkar glæsilegt þar sem tómas fékk sendingu út í teiginn og lék á einn varnarmann Leiknis og setti svo lausan bolta hárnákvæmt í bláhornið.  Eins og áður segir vorum við mun meira með boltann og ánægjulegt var að "slæmi kaflinn" í leik okkar manna kom aldrei í leiknum.

Leiknisdrengir settu svo gott skallamark úr horni sem setti okkar menn niður á jörðina en þá höfðum við aðeins slakað á klónni og nýttu þeir sér það vel.

Eftir leik voru grillaðar pulsur fyrir leikmenn beggja liða og dómara. Vel til fundið hjá stjórn Víðis og algerlega til fyrirmyndar.

Góður sigur í dag Víðismenn.

Stoltir við stöndum.
...í Garðskagafaðmi og bræðralagsbrag
   við berjumst til síðasta manns. ....
                        S.F.G. 2013

Áfram Víðir !

 

Myndir GJS