Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Útileikur á morgun, laugardaginn 22. júní.

Snemma í fyrramálið halda Víðisdrengir til Egilsstaða og keyra þaðan niður á Eskifjörð og leika þar sinn sjötta leik í sumar. Mótherjarnir eru lið Fjarðabyggðar sem sitja efstir í þriðju deildinn eftir fimm umferðir. Toppbarattan er reyndar hnífjöfn og fjögur lið efst og jöfn með 12stig, þar sem markamunur skilur aðeins á milli. Leikurinn hefst kl. 14:00 og fer fram á Eskjuvelli.

Vonumst við okkar drengir nái eins sannfærandi leik og á móti Leikni s.l. sunnudag, þar sem yfirburðir okkar voru nokkrir allan þann leik.

Staðan í deildinni.

Áfram Víðir !

 


Leikir Víðis í sumar.