Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Tveir tapleikir í röð hjá Víðismönnum.

Vegna anna við umsjón og skipulagningu á Sólseturshátíð okkar Garðbúa, sem Víðismenn eru framkvæmdaðili , hefur heimasíða Víðis legið niðri og ekki verið fluttar fréttir af gangi mála eins og æskilegt er.

Því er skipta laugardaginn 22. júní héldu Víðisdrengir á Egilsstaði og þaðan niður á Eskifjörð og öttu kappi við lið Fjarðabyggðar en leikurinn fór fram á Eskjuvelli.
Skemmst er frá því segja leikurinn tapaðist 4-1 og stigin sem fylgdu heim eftir þann leik.

Í gær, þriðjudaginn 2. júlí mættu leikmenn frá Huginn Seyðisfirði hingað á Víðisvöllinn og tóku okkar menn í karphúsið og sigruðu 1-3.
Austanmenn voru fyrri til skora og í stöðunni 0-1 fáum við vítaspyrnu þegar um 3 mínútur lifðu fyrri hálfleiks. Við brennum af vítinu og þeir bruna upp og skora og staðan því 0-2 í hálfleik, sem var algjör óþarfi miðað við hvernig hálfleikurinn spilaðist. Austanmenn áttu þó hættulegri færi en Víðismenn sennilega örlítið meira með boltann, án þess þó skapa sér hættuleg tækifæri.

Seinni hálfleikinn byrjuðu austanmenn með skora og breyta stöðunni í 0-3 og staðan orðin erfið okkar leikmönnum. Gísli þjálfari skipti þá inn Heiðari og Helga Þór og lifnaði yfir okkar mönnum sem réðu leiknum eftir það, en gekk lítið skora þrátt fyrir ágætis færi. Óli Ívar var svo felldur innan teigs og skoraði sjálfur úr þeirri vítaspyrnu.

Meiri fjöldi áhorfenda var á leiknum í gær en venjan hefur verið í sumar og er það vel.
Stjórn og leikmenn þakka þeim er mættu, kærlega fyrir mætinguna og stuðninginn.

Leikskýrsla leiksins við Fjarðabyggð.
Leikskýrsla leiksins við Huginn.

Staða deildarinnar eftir 7 leiki hjá Víði.

Næsti leikur Víðismanna er núna á laugardag, 6. júlí, en þá mæta hingað leikmenn Magna frá Grenivík og hefst leikurinn kl. 14:00.
Sjáumst á Víðisvellinum á laugardaginn.

Áfram Víðir !


Strekkings norðan vindur.                                         Hópur norskra áhangenda Víðis.


  Lokastaðan. Víðir - Huginn.                                    Góðir dómarar leiksins.