Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Una Margrét í landsliðshóp.

Þau ánægjulegu tíðindi bárust okkur Víðismönnum í gær Una Margrét Einarsdóttir hefði verið valinn í 30 manna æfingahóp U-17 landsliðsins, en opna Norðurlandamót U17 landsliða kvenna fer fram hér á landi í næstu viku

Í þessu móti leika jafnan margar af efnilegustu leikmönnum Evrópu í aldursflokknum, enda eru Norðurlandaþjóðirnar framarlega í knattspyrnu kvenna, sem og gestaþjóðirnar, sem eru ekki af verri endanum.

Þetta afrek Unu Margrétar er sérstaklega athyglivert þegar hugað er aldri Unu, en hún er einungis 14 ára gömul og verður ekki 15 fyrr en í desember í ár.

Til lukku með þetta Una og fjölskylda og Víðismenn allir.

 

Nánari upplýsingar um mótið.

Frétt af ksi.is:  http://www.ksi.is/landslid/nr/11045

Facebook-síða mótsinshttps://www.facebook.com/NMU17kvenna2013?ref=hl#!/NMU17kvenna2013

U-17 hópurinn.

Áfram Víðir !