Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Víðsbúningar fara víða.

Við tiltekt í Víðishúsinu í vor var ákveðið gefa búningasett, sem sýnt þótti ekki yrði notað meir innan raða Víðis, til góðgerðamála. Þær fregnir berast búningarnir séu komnir í fulla notkun í Keneya. Gladdi þetta hjörtu okkar Víðismanna þessar fréttir og viljum við í framhaldinu hvetja öll þau íþróttafélög sem liggja á búningasettum eða öðru sem nýst gæti þeim sem minna hafa, koma slíku til þeirra samtaka sem sinna slíkum málefnum.

Á facebook síðu Sambands íslenskra kristniboðsfélaga má sjá eftirfarandi myndir og greinar.
Facebooksíða samtakanna.

Fyrri fréttin.

Í dag fór ég í heimsókn til blindraskólans sem er við hliðina á okkar lóð. Ástæðan var að gefa þeim fótbolta sem hringlar í sem Hjalti Þorkelsson, austfirðingur með meiru gaf þeim og líka til að gefa þeim notaða fótboltabúninga sem Knattspyrnufélagið Víðir í Garði gaf þeim.

Stjórnendur skólans báðu mig fyrir þökkum fyrir þetta og börnin ljómuðu af gleði við að fá að fara í þessi flottu fótboltaföt og eiga nú loksins flottan bolta

 

Seinni fréttin.
Í dag fengu þessir myndarlegu ungu menn síðustu búningana frá Knattspyrnufélaginu Víði í Garði. Þeir voru afskaplega þakklátir fyrir þessa gjöf.


Mörg börn hérna í Kenýu eiga ekki mikið af fötum og sjaldan dót. Þess vegna var gleðin mikil þegar þeir fengu svona fínan búning. Þau báðu mig um að skila þökkum til ykkar sem gáfu búningana. Svo hér með þakka ég ykkur fyrir, fyrir þeirra hönd.

Guð blessi ykkur öll!

Fanney

Myndir sem fylgja fréttinni eru af fb síðu kristniboðssamtakanna.

 

Óhætt er að segja "Áfram Víðir !" eftir slíka frammistöðu.