Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Glæsilegur sigur á ÍH

Eftir 1-4 ósigur í öðrum leik sumarsins gegn ÍH áttu menn von á jöfnum og hörðun leik s.l. föstudag, en annað kom á daginn. Víðir hafði nokkra yfirburði allan leikinn og úrslit leiksins segja mikið um hvernig leikurinn spilaðist, en okkar drengir sigruðu leikinn 5 - 0.

Leikar í hálfleik stóðu 3 - 0 og okkar drengir í góðum málum. Höfðu þá Óli Ívar, Aron Róberts., og Nebosja sett eitt markið hver. Tómas bætti svo tveimur mörkum við í seinni hálfleik, og lokastaðan því 5-0.

Staðan í 3. deildinni.
Leikskýrsla leiksins.

Næsti leikur verður svo gegn Augnablik á Versalavelli miðvikudaginn 31. júlí og hefst hann kl. 20:00

Sjáumst þar Víðismenn.

Áfram Víðir !