Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Jafntefli á Fáskrúðsfirði.

Ekki varð helgin sem Víðismenn vonuðust, eftir fótboltalega séð, en leikur föstudagsins Huginn - Fjarðabyggð fór ekki samkvæmt óskum okkar, en Fjarðabyggð vann þann leik, og síðan gerðum við jafntefli á Fáskrúðsfirði á meðan ÍH menn unnu sinn leik gegn Magna Grenivík. Þetta þýðir við féllum í fjórða sæti deildarinnar og skilja 11 stig okkur og efstu liðin, Huginn og Fjarðabyggð, og aðeins fimm leikir eftir af mótinu.

Nebojsa og Vladan léku ekki þennan leik en þeir fóru af landi brott þann þriðja ágúst s.l. og er það í höndum útlendingastofnunar hvort þeir komi aftur.
Tómas og Jón Gunnar skoruðu okkar mörk í leiknum á laugardag, en Tómas hefur verið iðinn við kolann í sumar og skorað 12 mörk og situr í þriðja sæti á listanum yfir markahæstu menn þriðju deildarinnar.
Markalisti þriðju deildar.

Leikskýrsla leiksins.

Vegna forfalla stóð nýr markmaður, Amir Mehica á milli stanganna í Víðismarkinu í þessum leik.
Hér sjá Zivko hita markmanninn upp fyrir leikinn.

Enn er þó möguleiki komast upp um deild, þó möguleiki hverfandi eftir úrslit helgarinnar.

Áfram Víðir !


Myndir Zivko.