Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Tap fyrir Fjarðarbyggð.

Lið Fjarðarbyggðar heimsótti Víðismenn í Garðinn í gær og það skemmtilega gerðist, sólin lét sjá sig á meðan leik stóð og var það vel eftir stanslausa rigningu síðustu 5 daga.

þrír lykilmenn Víðis, ásamt þjálfara, voru í banni þennan leik og munaði um minna. Aron Róberts, Ólafur Ívar og Jón Gunnar voru allir í banni, en þeir hafa leikið stóran hluta þeirra leikja sem fram hafa farið í sumar. Gísli þjálfari var rekinn af bekknum í síðasta leik og uppskar bann en dómari leiksins hóf snemma spjalda menn fyrir litlar sakir, mati áhorfenda og leikmanna, og æsti þetta leikmenn og þjálfara upp, sem ekki bætti fótboltann sem leikinn varEr það öllum fyrir bestur láta slíkt ekki koma fyrir aftur, þrátt fyrir vera ósammála dómurum í leikjum.

Víðismenn hófu því leikinn með ungt lið, þar sem meðalaldur leikmanna var 21.5 ár og 10 af 11 leikmönnum uppaldir Víðismenn.

Heldur á okkar liði í leiknum, en Víðisdrengir vörðust vel og fór liðið með 0 - 0 stöðu í hálfleik. Fjarðabyggðarmenn voru heldur meira með boltann í hálfleiknum án þess þó skapa sér hættuleg færi. Víðisdrengir áttu einnig sína spretti og hefðu hæglega getað verið komnir yfir í hálfleik með smá heppni.

Seinni hálfleikur var svipaður þeim fyrri þó Víðismenn ættu heldur meira í honum og náðu góðum tökum á leiknum um miðjan seinni hálfleikinn og sköpuðu sér nokkur ágætis færi.

Fjarðabyggðarmenn náðu svo skora mark á 61. mínútu leiksins sem gárungunum í stúkunni fannst rangstöðulykt af, en treysta verður mjög góðum dómurum leiksins fyrir því. Þeir hafa valdið og kunna reglurnar.

Þetta eina mark skildi á milli og hirtu austanmenn því öll stigin.

Fínn leikur hjá Víði og er bara standa sig í þeim þremur leikjum sem eftir eru.

Næstu tveir leikir eru útileikir og fyrri á vera þann 31. ágúst á Seyðisfirði.

Veðurspár vikunnar gefur þó ástæðu til þess fylgjast vel með og meta hvort farið verði austur ef þær spár rætast, en spáin fyrir austurlandið hljóðar upp á mikið rok, eins gráðu hita og snjókomu ...tja hérna hér.

Leikskýrsla leiksins við lið Fjarðabyggðar.

 


Einn best dæmdi heimaleikur sumarsins hjá þessum herramönnum.


Lokastaða leiksins.


Slakað á leik loknum.

 

 

 

 

 

 

 

Áfram Víðir !