Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Naumt tap á Seyðisfirði.

Víðismenn héldu austur á land s.l. laugardag, 31. ágúst, og léku við Huginn frá Seyðisfirði. Leikurinn var nokkuð jafn á heildina litið og tapið ekki sanngjarnt út frá gangi leiksins.Lítið var um færi í fyrri hálfleik, þó leikmenn Huginn skorað strax á fimmtu mínútu og náðu svo setja annað  mark um miðjan hálfleik, þá voru það nánast einu alvöur færi þeirra í hálfleiknum. Staðan í leikhléi 2-0 fyrir austanmenn. Víðismenn áttu ágætis færi í fyrri hálfleik þó mörkin hafi ekki dottið

Í seinni hálfleik bættu Víðismenn heldur betur í  og voru mun betri aðili leiksins allan seinni hálfleikinn. Áttu hreinlega gera út um leikinn en heppnin var ekki með liðinu í þessum leik, og svekkjandi tap því staðreynd.

Næsti leikur veðrur næstu helgi í Grenivík. Óljóst er á þessari stundu hvenær leikurinn fer fram, en Víðismenn eru að óska eftir breytingu á leiktíma sem KSÍ á eftir að samþykkja. Von er til þess að hann verði kl. 17:00 á sunnudag.

Leikskýrslan.

Klippa frá Zivko úr leiknum.

 


Myndir Zivko.

Áfram Víðir !