Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Tvö rauð í tapi gegn Magna.

Víðismenn héldu s.l. helgi norður í land og léku á Grenivíkurvelli við lið Magna. Leikurinn var nokkuð jafn og hefðu bæði lið getað stolið sigri, en markmenn liðanna sáu til þess mörkin urðu aðeins 2 í leiknum. í leikhléi var aðeins 1-0 fyrir heimaliðið.
Seint í leiknum verður ljót brot sem dómari dæmir ekkert á og setti illt blóð í Víðisdrengi, sem voru verulega ósáttir með skertan hlut úr atvikinu. Stuttu síðar rífur Sigurður El. niður sóknarmann þeirra í færi og fær rautt fyrir og ekki hægt mótmæla þeim dómi. Óli Ívar og Björn Bergmann, sem eiga heita reynsluboltar liðsins og fyrirmyndir þeirra sem yngri eru, leggjast í rífast við dómarann og uppsker Óli Ívar gult og fljótlega rautt og Björn gult spjald. Óskiljanleg framkoma þessara reynslubolta.
Magnamenn skora úr aukaspyrnunni sem dæmd var og 2-0 sigur heimamanna staðreynd. Jafntefli hefði verið ásættanleg niðurstaða, miðað við gang leiksins og Víðisdrengir því ósáttir við enn eitt tapið.

er aðeins einn leikur eftir af sumrinu og fer hann fram hér á Garðsvelli kl. 14:00 á laugardaginn 14. september.
Stjórn Víðis hyggst setja í gang þakkarviðburð vegna mikilla framkvæmda við Víðisvöllinn í sumar og síðasta sumar. Bæjaryfirvöld og mannvirkjasjóður KSÍ hafa kostað framkvæmdirnar og vonandi geta fulltrúar þeirra mætt á völlinn, ásamt öllum íbúum Garðs, og skoðað það sem gert hefur verið. Það hreinlega stórsér á Víðisvellinum eftir allar þessar framkvæmdir, í jákvæðri merkingu þó.

Áfram Víðir!

Leikskýrsla leiksins.

 


Myndir Zivko.
GJS.