Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Jafntefli í lokaleik sumarsins 2013

Jafntefli, og fjórða sætið í þriðju deildinni, varð lokaniðurstaða sumarsins eftir lokaleikinn, sem fram fór hér á Víðisvellinum í dag. Nokkuð hark þurfti til í lið í þennan lokaleik þar sem Óli Ívar, Sigurður Elíasson og Björn Bergmann voru allir í banni, Jón Gunnar farinn til vinnu í kvikmyndaiðnaðinum og einhverjir meiddir og óklárir.

Þetta gaf ungum strákum tækifæri og voru 7 af 11 byrjunarliðsmönnum fæddir 1990 eða síðar og báðir kantarnir fæddir 1996.  Á 35. mínútu neyddist  Alti Hólmbergsson til taka niður sóknarmann Grundarfjarðar sem var kominn einn inn fyrir og litið við rauðu spjaldi segja þarRúnar gerði sér lítið fyrir og varði vítið. Glæsilega gert. Víðismenn léku því einum færri það sem eftir lifði leiks og fór það reyndar svo bæði Jón Ragnar, formaður félagsins og Eysteinn Guðvarðar fóru báðir inn á í leiknum og skiluðu sínu vel, lokamínútur leiksins.

Kristinn skoraði mark okkar manna og er það fyrsta mark hans í sumar fyrir Víðismenn.

Þessi niðurstaða skilar Víði í 5. sæti þriðju deildar en óhætt er segja botninn hafi dottið úr áhuga leikmanna þegar ljóst var ekki yrði möguleiki á komast upp um deild, falla í næstu deild. Lítið keppa og bara formsatriði fyrir liðið klára mótið þó leikmenn hafi notað tækifærið til sýna eigin getu.

Fyrir leikinn voru Víðismenn með stutta þakkarathöfn þar sem þeir þökkuðu bæjaryfirvöldum í Garði og KSÍ fyrir stuðninginn við þær framkvæmdir sem hafa verið á Víðisvellinum síðustu tvö sumur og notuðu tækifærið til veita Gesti Gestssyni viðurkenningu fyrir vera stuðningsmaður Víðis sumarið 2013.

Leikskýrsla dómara.

Áfram Víðir !

 

Myndir GJS / S.El.