Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Konukvöld Víðis

Föstudaginn 11. október n.k. halda Víðiskonur sitt árlega Konukvöld Víðis, sem hefur verið ómissandi þáttur í skemmtanalífinu hér í Garðinum undanfarin ár.

Stutt kynningarmyndband frá VíðisFilm.

Húsið opnar kl. 19:30 með fordrykk og borðhald hefst svo kl. 20:00.

Góður matur, skemmtiatriði, tískusýning, Sigga Beinteinsdóttir og margt fleira til skemmtunar þetta kvöld.

Bleikt Þema.

EKKI MISSA AF ÞESSU KONA !

 

Forsala miða á Konukvöldið, verður á fyrirtækjasýningunni í íþróttahúsinu í Garðinum laugardaginn 5. október.
Miðaverð kr. 6000kr. og renna 1000kr. af hverjum miða til söfnunarataksins "Á allra vörum"

Allar konur velkomnar !