Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Þakkir frá Gísla.

Það er heldri manna siður þakka fyrir sig og það ætla ég gera núna. Það var fyrir tveimur árum síðan ég var ráðinn þjálfari meistaraflokks Víðis. Það var mikill heiður vera beðinn um þjálfa sitt uppeldisfélagÉg hafði ekki komið nálægt þjálfun í mörg ár en fylgst mjög vel með. Það var því spenningur þegar ég mætti á fyrstu æfinguna. Ég er líka viss um það hefur  verið spenningur í leikmönnum kynnast nýjum þjálfara. Allt gekk þetta vel og hef ég notið hverrar mínútu með þessum ungu Víðismönnum.

Það var stefna stjórnar Víðis á þessum tímapunkti að byggja upp lið með ungum Víðismönnum í bland við eldri og koma upp  Víðisliði með hjartað á réttum stað. Ég held að þessi stefna félagsins sé hárrétt og  þeir ungu og efnilegu leikmenn hafa svo sannarlega sannað það að mínu viti. Ég ætla ekki að leggja mat á árangurinn þessi tvö ár sem ég hef þjálfað, það sjá aðrir um það. Ég er þó viss um að þessir ungu menn væru ekki komnir með þessa reynslu sem þeir nú hafa ef stefnan hefði verið önnur. Ég held að ég megi segja að allir hafi lagst á eitt um að þessi stefna næði fram að ganga og það sem meira er að henni verður framfylgt áfram.

Það er ljóst að ég verð ekki áfram þjálfari Víðis en ég geng stoltur frá mínu verki og vil nota tækifærið og þakka stjórn Víðis fyrir að hafa treyst mér fyrir þessu verkefni. Samstarfið hefur verið hnökralaust og er ótrúlegt hversu fórnfúsir allir eru.

Ég vil líka þakka meðþjálfurum mínum Óla Ívari og Zivko fyrir þeirra stóra þátt í þjálfun og stjórnun liðsins.

Síðast en ekki síst vil ég þakka leikmönnum Víðis fyrir skemmtileg og gefandi tvö ár. Ég veit að þessir ungu strákar hafa metnað til að gera  sitt besta fyrir sitt félag. Ég vil líka hvetja þá til að leggja sig alla fram í æfingu og leik og hafa það í huga að æfingin skapar meistarann.

Takk fyrir mig og gangi Víði allt í haginn á komandi árum.

Gísli  M. Eyjólfsson


 Þrír sáttir með sigur gegn Leikni 16. júní í sumar.