Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Herrakvöld Víðis í kvöld. Átt þú miða ?

Kl. 19:00 í kvöld hefst Herrakvöld Víðis í Samkomuhúsinu í Garðinum. Góð mæting er á hófið og ekki mikið af miðum eftir þegar þetta er skrifað.

Húsið opnar kl. 19:00 og verður skemmtileg dagskrá fram eftir kvöldi, en hófinu lýkur kl. 01:00 eftir miðnætti og verður frítt far með rútu frá Samkomuhúsi og á Players í Keflavik, þar sem Skímó verður á fullum snúningi.

Dagskrá kvöldsins á prentvænu formi.

Sjáumst í Samkomuhúsinu í kvöld Víðisherrar.

Áfram Víðir !