Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Vel heppnað herrakvöld.

Herrakvöld Víðis fór fram s.l. laugardagskvöld og var vel mætt og menn kátir.

Firmakeppni var haldin fyrr um daginn og tóku átta lið þátt og stóð besta liðið uppi sem sigurvegari. Eðlilega.

Örvar Kristjánsson veislustjóri fór á kostum með hnyttna "drullu" brandara sem lögðust vel í mannskapinn. Ræðumaður kvöldsins Hjörvar Hafliðason uppljóstraði mikilli aðdáun sinni á "júkkum" í íslenskum fótbolta og hefur drengurinn greinilega farið á námskeið í tala íslensku á júgóslavnesku. Flottur.

Eldar, Valdimar og Björgvin Ívar, léku svo og sungu fyrir gesti og var vel tekið undir, enda menn vel vökvaðir af söngolíu
Sigurður Friðrik endaði svo kvöldið með sinni alkunnu spilamennsku og hafði nóg gera við taka á móti meðsöngvurum upp á svið, en menn vildu ólmir syngja með Sidda.

Stjórn Víðis þakkar öllum sem mættu, öllum sem aðstoðuðu og öllum skemmtikröftum fyrir sitt framlag.

Áfram Víðir !


Myndir GJS