Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Æfingaleikir framundan hjá Víðismönnum.

Nóg verður gera hjá Víðismönnum núna fyrir áramót áður en jólin bresta á, en eru hér upplýsingar um þá helstu leiki og mót sem Víðismenn taka þátt í á næstu vikum.

Í kvöld, mánudaginn 18. nóvember, munu Víðismenn leika æfingaleik við Gróttu á þeirra heimavelli, og hefst leikurinn kl. 18:00 í kvöld.

Næsta sunnudag, 24. nóvember fer fram, hér í íþróttamiðstöðinni í Garði, fyrri umferð futsal-riðils í Íslandsmótinu, eða innanhúss fótbolta.
Sjá leikjaniðurröðun mótsins.

 

Njarðvíkurhraðmótið verður föstudaginn  29.nóvember  í Reykjaneshöllinni.

Seinni umferð futsal mótsins verður svo laugardaginn 14. desember í Mosfellsbæ.
Sjá leikjaniðurröðun á tengil hér fyrr í textanum.

Áfram Víðir !

 


Frá æfingu í haust.