Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Fréttir af aðalfundi Víðis.

Aðalfundur Víðis fór fram 3. mars. s.l. og var vel mætt, en 32 gestir voru mættir í upphafi fundar.

Helstu fréttir af fundinum er rekstur félagsins gengur vel og engar áhvílandi skuldir á félaginu. Stjórn félagsins hefur staðið í ströngu og tókst skila rekstrarárinu 2013 án skuldsetninga, sem er vel og líklega eru ekki mörg knattspyrnufélög sem geta státað af slíkri skuldastöðu.

Engin breyting varð á stjórninni sjálfri, en öll stjórnin bauð sig fram áfram, enda nokkur spenna og bjartsýni fyrir komandi sumri.
 

Stjórnin er því þannig skipuð:

Jón Ragnar Ástþórsson                     - kosinn formaður
Gísli Heiðarsson                                 - kosinn varaformaður
Guðlaug Sigurðardóttir                       - kosinn gjaldkeri
Eva Rut Vilhjálmsdóttir                       - kosinn ritari
Ólafur Róbertsson                              - kosinn meðstjórnandi
Guðmundur Einarsson                       - kosinn meðstjórnandi

Einar Tryggvason                               - kosinn varamaður.
Einar Karl Vilhjálmsson                      - kosinn varamaður.

Annað og verra er með unglingaráð félagsins, en þar gengu allir úr ráðinu, eftir fjögurra ára setu, og enginn á fundinum bauð sig fram til þeirra starfa. Samþykkti fundurinn stjórn félagsins færi í manna ráðið og reyndi klára það sem fyrst.
Vonandi tekst manna það ráð þar sem fleiri flokkar eru starfandi hjá Víði en oft áður. Allir flokkar eru í samstarfi við knattspyrnudeildir Reynis Sandgerði, Njarðvík eða Keflavík og eru því t.a.m. starfandi 3.flokkar drengja og stúlkna sem ekki hafa verið virkir hjá félaginu um langa tíð.


Skora Víðismenn hér með á þá foreldra sem eiga börn í knattspyrnu hjá Víði setja sig í samband við stjórnarfólk og koma með í sinna þessu mikla forvarnarstarfi sem iðkun íþrótta er.

Áfram Víðir !

Áfram Víðir !