Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Voryfirlit Víðis.

Því er helst skipta hjá Víðismönnum allt gengur sinn vanagang þó heimasíðan hafi lagst í hálfgerðan dvala í vetur.

Sem fyrr er sagt þá hættu Gísli Eyjólfsson og Ólafur Ívar Jónsson þjálfun liðsins í haust og við tóku þeir Rafn M. Vilbergsson og Árni Þór Ármannsson og byrjaði liðið æfa undir þeirra stjórn 31. október í haust.

Æfingahópurinn var heldur stærri en menn áttu von á og voru um 33 leikmenn jafnaði á æfingunum.
Fyrsti æfingaleikurinn fór fram föstudaginn 22. nóvember var leikið við lið Grindavíkur og fór leikur 2-2 eftir jafnan skemmtilegan leik sem óneitanlega bar þess merki árstímans.

Jólafríið var stutt, hópurinn enn rúmlega þrjátíu drengir og mikill hugur í mönnum.

Fyrsti æfingaleikur vorsins var föstudaginn 17. janúar gegn 2. deildar liði Hamars úr Hveragerði en leikur tapaðist 3-4 eftir Víðismenn leiddu allan leikinn og staðan í hálfleik hafði verið 2-1 fyrir Víði.

Næst leikur var föstudaginn 24. janúar gegn 4.deildar liði Þróttara úr Vogum og vannst leikur 5-2

Fimmtudaginn 27. febrúar lék liðið við Njarðvík og tapaði þeim leik 3-5 eftir hafa komist í 2-0 í upphafi leiks.

Þriðji æfingaleikurinn var gegn 2. deildar liði Sindra frá Höfn í Hornafirði og vannst leikur 3-1 og voru Víðismenn nokkuð betri allan þann leik.
Næsti leikur liðsins var gegn Ægismönnum úr Þorlákshöfn.

Föstudaginn 7. mars lék liðið enn einn æfingaleikinn á þá gegn liði þeirra Breiðhyltinga KB og voru nokkrir leikmenn hvíldir í leiknum og leikurinn spilaður á leikmönnum sem höfðu tekið minni þátt í fyrri leikjum. Fengu þeir þarna flott tækifæri til sýna þjálfurunum hvað í þá væri spunnið sem knattspyrnumenn. Leikurinn tapaðist þrátt fyrir Víðisdrengir væru meira með boltann og líklegri til sigra. KB menn voru fljótir fram á við, fengu þrjú færi í fyrri hálfleik og skoruðu úr þeim öllum.

21. apríl léku Víðismenn æfingaleik, hér á Garðsskagavelli, gegn bikarmeisturum og Pepsi deildar liði Fram og endaði leikurinn 2 - 6 eftir staðan í hálfleik hafði verið 1 - 2 þar sem Víðismenn höfðu náð forystu.

Lengjubikarkeppnin hófst 16. mars og léku Víðismenn fimm leiki í B-riðli C-deildar og unnust allir leikirnir nema einn, en jafntefli varð niðurstaðan á móti Þrótti Vogum. Liðið fór í undanúrslit og sigraði Álftanes í vítaspyrnukeppni hér á Garðskagavellinum. Úrslitaleikurinn fór svo fram hér á Víðisvellinum þriðjudaginn 29. apríl þar sem Víðismenn steinlágu 0 - 6 fyrir Berserkjum úr Fossvoginum í Reykjavík. Lokatölur leiksins gáfu þó enga mynd af því hvernig leikurinn spilaðist en stórtap engu síður.

Framundan eru leikir í Borgunarbikarnum og hefja Víðismenn leikinn, laugardaginn 3. maí, á Selfossvelli gegn liði Árborgar og verður þeim gerð betri skil seinna.

Áfram Víðir !