Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Tap í öðrum leik sumarsins.

Víðisdrengir héldu í Hafnarfjörðinn og léku við ÍH menn og ákváðu á óskiljanlegan hátt skilja öll þrjú stigin, sem í boði voru, eftir í Hafnarfirðinum.

ÍH menn komust í 1-0, en Helgi Þór jafnaði fljótt á eftir og stóðu leikar 1-1 í hálfleik. Hafnfirðingar settu svo öll mörk seinni hálfleiksins og voru komnir með stöðuna 4 - 1 þegar þeir settu mark fyrir okkar lið og löguðu stöðuna aðeins i 4 - 2 en settu svo eitt mark í viðbót áður en yfir lauk. 5 - 2 tap okkar drengja staðreynd.

Ekki alveg byrjun sem við vildum sjá og alls ekki í samræmi við þessa SPÁ, en hópurinn þarf þjappa sér saman því stutt er í næsta stórleik og nóg framundan hjá Víðisdrengjum.

Þeir gerast ekki mikið stærri þessa dagana á Nesfisksvellinum því Valsmenn munu mæta hingað í Garðinn á þriðjudag og leika í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Helgina eftir eða á laugardaginn halda menn austur á land og leika við Hattarmenn á Egilsstöðurm.

Leikskýrsla leiksins við ÍH.

Staðan í deildinni eftir tvær umferðir.

Áfram Víðir !