Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Stórleikur á þriðjudag á Nesfisksvellinum.

á þriðjudag, 27. maí kl. 19:15, munu Víðismenn leika sinn stærsta leik í mörg ár þegar Valsmenn mæta hingað á Nesfisksvöllinn í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Ekki er hægt gera ráð fyrir Víðismenn eigi mikla möguleika gegn Pepsi-deildar liði Valsmanna, en það er einmitt það skemmtilega við bikarkeppnina ef í einhverju móti gerast óvæntir hlutir þá er það í bikarkeppninni. Þar gerist það reglulega litlu liðin stríða þeim stóru og slá þau jafnvel út úr bikarkeppninni.

Valsliðið.

Leikir í Borgunarbikarnum.

Víðisliðið hefur ekki byrjað vel í fyrstu tveimur leikjum sumarsins, en vonast þó til geta sýnt Valsmönnum sínar sparihliðar, en þjálfari Valsmanna er hinn geðþekki Ólafsvíkingur, Magnús Gylfason.


  Magnús Gylfason.
 

Víðismenn nær og fjær eru hvattir til mæta á Nesfisksvöllinn, sem hefur tekið stakkaskiptum síðustu þrjú ár eftir miklar framkvæmdir við vallarsvæðið, og hvetja Víðismenn áfram í Borgunarbikarnum.


  Fyrir og eftir mynd af svæði við varamannaskýli vallarins.

Áfram Víðir !