Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Víðir úr í Borgunarbikarnum.

Víðismenn mættu á dögunum liði Valsmanna í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins, hér á Víðisvellinum.

Valsmenn voru meira með boltann og sköpuðu sér ágætis tækifæri en náðu þó ekki setja mark í fyrri hálfleik. Víðisdrengir áttu sína spretti án þess þó ógna marki Valsmanna af miklum krafti. Staðan í hálfleik var 0 - 0 og Valsmenn aðeins farnir pirrast ekki setja mark á þriðju deildar lið Víðis.

Seinni hálfleikur var svipaður og fyrri, Valsmenn meira með boltann nema Víðismenn áttu tvö dauða færi sem gaman hefði verið nýta og komast yfir í leiknum. á 73. mínútu leiksins fékk markmaður Víðis Sindri Þór Skarphéðinsson, sem hafði leikið sinn besta leik fyrir Víði, mikið högg í samstuði við sóknarmann Vals og varð yfirgefa völlinn og var síðar sóttur í sjúkrabíl vegna mikils höfuðhöggsins.

Valsmenn skora svo stuttu seinna umdeilt mark, en Helgi Þór Jónsson bjargaði á marklínu og sérstakt enginn þeirra Valsmanna, sem í atinu voru, skyldu lyfta hendi og fara fram á dæmt yrði mark, heldur urðu þeir hissa þegar dómari leiksins flautaði og dæmdi mark, en línuvörðurinn hafði flaggað og dæmt mark. 0 - 1 fyrir Val.
Víðismenn slegnir þar sem innan við 10 mínútur voru eftir og leikmenn orðnir þreyttir og fór sem fór.

Víðismenn ganga væntanlega stoltari frá þessum leik en Valsmenn, þar sem bæði frammistaða liðsins, umgjörð leiksins, veðrið og mætingin á völlinn var til fyrirmyndar.

 

Leikskýrsla leiksins.

Frásögn Víkurfrétta af leiknum.

Frásögn mbl.is af umdeildu marki Valsmanna.

 


   Góðir dómarar leiksins.
 

Áfram Víðir !