Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

þakkir til KSÍ

Stjórn og unglingaráð knattspyrnudeildar Víðis vill þakka KSÍ fyrir þessa skemmtilegu heimsókn A-landsliðs karla hingað á Nesfisksvöllinn í Garðinn í morgun. Æfingin var auglýst sem opin æfing fyrir alla sem vildu koma og fylgjast með landsliðinu æfa og var það ráði KSÍ, sem það var gert.

Ekki skemmdi fyrir hinn ungi markmaður Keflavíkur, Sindri Kr. Ólafsson var boðaður á æfinguna og æfði með landsliðinu, þar sem varamarkmenn landsliðsins eru leika með sínum liðum hér heima í dag og á morgun og æfðu því ekki með landsliðinu.

Fótbolti.net fjallaði um þátttöku Sindra á æfingunni.

Nokkur fjöldi barna og ungmenna mætti og fylgdist með æfingunni, en eftir æfinguna gáfu leikmenn sér tíma til spjalla við krakkana og stilla sér upp í myndatökur með þeim.

Vel til fundið hjá KSÍ.

Takk takk.

Áfarm Víðir !

 

Myndir GJS.