Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Leikur í kvöld á Nesfisksvellinum.

Í kvöld, miðvikudaginn 11. júní, mæta hingað í Garðinn lið Berserkja úr Reykjavík, en Berserkir fóru illa með Víðisliði hér í vor í úrslitum Lengjubikars, en hefur ekki gengið sem skildi í þriðju deildinni og eru með jafn mörg stig og Víðir eftir fjórar umferðir. Þeir eru hinsvegar sæti ofar á örlítið betri markatölu.

Þriðja deildin á heimasíðu KSÍ.

Spennandi verður sjá í kvöld hvort Víðisdrengir verði jafn gestrisnir og þeir voru í Lengjubikarnum, en leikurinn hefst kl. 20:00 hér á Nesfisksvellinum.

Sjáumst þar Víðismenn.